Þrenna hjá Grindvíkingum?
Meistarar meistaranna krýndir í kvöld
Það kemur í ljós í kvöld hvort Grindvíkingar eða Stjörnumenn standi uppi sem meistarar meistaranna í körfubolta karla þetta árið. Samkvæmt venju mætast ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og keppast um titilinn meistarar meistaranna.
Grindvíkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni. Stjörnumenn höfðu hins vegar sigur í bikarkeppninni eftir úrslitarimmu gegn Grindvíkingum.
Grindvíkingar hafa hlotið þennan titil síðustu tvö ár og því verður forvitnilegt að sjá hvort þeim takist að næla sér í þrennu í kvöld. Leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík og hefst hann klukkan 19:15.