Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þrenna hjá Grindvíkingum?
Fimmtudagur 3. október 2013 kl. 09:14

Þrenna hjá Grindvíkingum?

Meistarar meistaranna krýndir í kvöld

Það kemur í ljós í kvöld hvort Grindvíkingar eða Stjörnumenn standi uppi sem meistarar meistaranna í körfubolta karla þetta árið. Samkvæmt venju mætast ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og keppast um titilinn meistarar meistaranna.

Grindvíkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni. Stjörnumenn höfðu hins vegar sigur í bikarkeppninni eftir úrslitarimmu gegn Grindvíkingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar hafa hlotið þennan titil síðustu tvö ár og því verður forvitnilegt að sjá hvort þeim takist að næla sér í þrennu í kvöld. Leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík og hefst hann klukkan 19:15.