Þreföld gleði hjá Keflavík á föstudag
Meistaralið Keflavíkur í körfubolta tekur á móti Hamar í Keflavík á föstudaginn í fyrsta leik liðsins í Intersport deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Eftir leikinn verður áhorfendum boðið upp á köku þar sem haldið verður upp á þrefaldan áfanga. Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins til 7 ára verður formlega kvaddur, Guðjón Skúlason leggur skóna formlega á hilluna og Falur Harðarsson fagnar 500 leik sínum með Keflavík. Falur lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Keflavíkur í úrvalsdeild árið 1986, þá 18 ára að aldri og er þetta 13. leikár hans með félaginu