Þrefalt hjá Nes í 50m frj. á íslandsmóti í sundi
Síðastliðna helgi (14.-15.mars) var haldið Íslandsmót fatlaðra í sundi. Nes átti þar fríðan hóp keppenda á vanda og stóðu þeir sig mjög vel. Í 50m. frjáls aðferð karla vann Nes þrefaldan sigur og fékk Arnar Már Ingibergsson gullið, Gestur Þorsteinsson silfrið og Davíð Már Guðmundsson bronsið. Í 50m. frjáls aðferð kvenna varð Sigríður Karen Ásgeirsdóttir í 3. sæti. Í 50m. baksundi karla varð Arnar Már Ingibergsson í 2. sæti og Gestur Þorsteinsson í því þriðja.Í 50m. bringusundi karla Arnar Már Ingibergsson í 3. sæti varð Í 50m. bringusundi kvenna varð Sigríður Karen Ásgeirsdóttir í 2. sæti. Berglinb Daníeladóttir, Ívar Egilsson og Valur Freyr Ástuson tóku þátt í 25m. frjálsri aðferð og stóðu sig mjög vel. Alli þátttakendur í því sundi fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna. Þess má geta að allir þátttakendur frá Nes bættu tíma sína frá því í fyrra og sumir verulega. Íþróttafélagið Nes vill þakka nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja, foreldrum og öðrum aðstoðarmönnum fyrir dyggilega aðstoð á mótinu.
Með Nes kveðju.
Með Nes kveðju.