Þorvaldur sigurvegari í golfmóti Atafls
Þorvaldur Guðjónsson hafði sigur í boðsmóti Atafls sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru síðastliðinn föstudag. Mótið var hið veglegasta og gæddu kylfingar sér á rjúkandi kjötsúpu fyrir mót. Nokkur vindur var í Leirunni en það fékk ekki á menn sem komu í hús með fínt skor og halaði Þorvaldur inn 40 punktum. Að móti loknu var kylfingum boðið í veglega matarveislu og úrslit í mótinu gerð kunn.
Úrslitin
Punktar með forgjöf:
1. sæti: Þorvaldur Guðjónsson, 40 punktar
2. sæti: Jóhann Ríkharðsson, 39 punktar
3. sæti: Vilhjálmur Ingvarsson, 37 punktar
Flestir punktar án forgjöf:
Gunnar Már Gíslason, 27 punktar
Nándarverðlaun
3. braut-Guðmundur Kr. Jóhannesson 4,62 m.
16. braut-Sigurður Geirsson 1,16 m.
Næstur holu í 2 höggi á 9. braut.
Björgvin Sigmundsson-3,01 m.
VF-mynd/ Jón Björn – [email protected] – Sigurvegararnir í flokki með forgjöf. Frá vinstri Grímur Halldórsson, forstöðumaður innkaupasviðs hjá Atafli. Vilhjálmur Ingvarsson, 3. sæti, Þorvaldur Guðjónsson sigurvegari, Jóhann Ríkarðsson 2. sæti og Kári Arngrímsson forstjóri Atafls.