Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þorvaldur sigurvegari í golfmóti Atafls
Mánudagur 18. júní 2007 kl. 10:37

Þorvaldur sigurvegari í golfmóti Atafls

Þorvaldur Guðjónsson hafði sigur í boðsmóti Atafls sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru síðastliðinn föstudag. Mótið var hið veglegasta og gæddu kylfingar sér á rjúkandi kjötsúpu fyrir mót. Nokkur vindur var í Leirunni en það fékk ekki á menn sem komu í hús með fínt skor og halaði Þorvaldur inn 40 punktum. Að móti loknu var kylfingum boðið í veglega matarveislu og úrslit í mótinu gerð kunn.

 

Úrslitin urðu sem hér segir:

 

Punktar með forgjöf:

1. sæti: Þorvaldur Guðjónsson, 40 punktar

2. sæti: Jóhann Ríkharðsson, 39 punktar

3. sæti: Vilhjálmur Ingvarsson, 37 punktar

 

Flestir punktar án forgjöf:

Gunnar Már Gíslason, 27 punktar

 

Nándarverðlaun

3. braut-Guðmundur Kr. Jóhannesson 4,62 m.

16. braut-Sigurður Geirsson 1,16 m.

 

Næstur holu í 2 höggi á 9. braut.

Björgvin Sigmundsson-3,01 m.

 

VF-mynd/ Jón Björn – [email protected]Sigurvegararnir í flokki með forgjöf. Frá vinstri Grímur Halldórsson, forstöðumaður innkaupasviðs hjá Atafli. Vilhjálmur Ingvarsson, 3. sæti, Þorvaldur Guðjónsson sigurvegari, Jóhann Ríkarðsson 2. sæti og Kári Arngrímsson forstjóri Atafls.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024