Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þorsteinn kominn í Kópavoginn
Miðvikudagur 9. nóvember 2011 kl. 08:12

Þorsteinn kominn í Kópavoginn

Þorsteinn Gunnarsson, sem í síðustu viku lét af störfum sem formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur vegna ósættis með ráðningu á Guðjóni Þórðarsyni hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs HK í knattspyrnu. Hann mun jafnframt sinna markvarðaþjálfun meistara- og 2. flokks karla sem og yngri flokka félagsins. Þetta kemur fram á vef félagsins sem leikur í 1. deild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þorsteinn hefur verið markvarðaþjálfari úrvalsdeildarliðs Grindavíkur síðustu ár, ásamt því að sjá um markvarðaþjálfun í yngri flokkum félagsins. Þá þjálfaði Þorsteinn hjá ÍBV um árabil, 2. flokkur kvenna varð m.a. Íslandsmeistari undir hans stjórn og hann þjálfaði 2. og 3. flokk karla hjá félaginu.

Mynd: Þorsteinn ásamt Gunnari syni sínum sem leikur með enska liðinu Ipswich.