Þorsteinn Húfjörð semur við Njarðvík
Það er mikið að gerast í kringum körfuboltann í Njarðvík þessa stundina. Þorsteinn Húnfjörð, fyrrum leikmaður Keflavíkur í körfuknattleik, hefur samið við nágrannaliðið en hann fær leikheimild í byrjun desember. Húni eins og hann er kallaður fékk fá tækifæri með Keflavíkurliðinu í byrjun tímabils og ákvað því að leita á önnur mið. Þorsteinn Húnfjörð er stór og stæðilegur miðherji sem mun án efa koma til með að styrkja lið Njarðvíkinga mikið í baráttunni í vetur.