Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Þórsarar með nauman sigur í Keflavík
Hörður Axel skoraði 14 stig í leiknum. Mynd Karfan.is
Föstudagur 13. janúar 2017 kl. 09:27

Þórsarar með nauman sigur í Keflavík

Keflvíkingar töpuðu 82:85 gegn Þór Þorlákshöfn í TM-Höllinni í gær, þegar liðin mættust í Domino's deild karla í körfubolta. Heimamenn byrjuðu betur en Þórsarar náðu undirtökunum í öðrum leikhluta og voru mestmegnis við stýrið eftir það. Með sigrinum í kvöld hoppaði Þór upp í 5. sæti deildarinnar með 14 stig en Keflavík er í 7. sæti með 12 stig.

Amin Stevens var með stæðilega tvennu hjá Keflavík í kvöld með 31 stig, 20 fráköst og 5 stoðsendingar. Magnús Már Traustason gerði 16 stig og tók 7 fráköst. Maciej Baginski fór fyrir sóknarleik gestanna með 26 stig og 2 fráköst og Tobin Carberry daðraði við þrennuna með 16 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Þórsarar fengu 11 stig af bekknum í kvöld en Keflavík 5.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nánari umfjöllun Karfan.is

Keflavík-Þór Þ. 82-85 (27-19, 15-25, 17-23, 23-18)

Keflavík: Amin Khalil Stevens 31/20 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 16/7 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 10/4 fráköst, Reggie Dupree 6/5 stoðsendingar/3 varin skot, Ágúst Orrason 5, Davíð Páll Hermannsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Arnór Sveinsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Daði Lár Jónsson 0/4
fráköst, Arnór Ingi Ingvason 0.

Þór Þ.: Maciej Stanislav Baginski 26, Tobin Carberry 16/10 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 13, Ólafur Helgi Jónsson 11/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8/9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 8, Halldór Garðar Hermannsson 3, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Baldur Þór Ragnarsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0.