Þorkell Máni skellti sér í ísbað
Stóð við stóru orðin
Nýr aðstoðarþjálfari Keflvíkinga í Pepsi-deild karla í fótbolta, Þorkell Máni Pétursson er sannarlega maður orða sinna. Hann lofaði leikmönnum Keflvíkinga að skella sér í hressandi ísbað ef sigur næðist gegn Víkingum frá Ólafsvík á dögunum. Strákarnir skiluðu sínu og unni 2-0 sigur og Máni varð því að standa við stóru orðin. Ísböð í fiskikörum eru þekkt í knattspyrnuheiminum en leikmenn kæla sig miður eftir æfingar og leiki með þessum hætti.
Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi sem leikmaður Keflvíkinga tók, þá leið dágóð stund þangað til Máni dýfði sér í ískalt karið. Keflvíkingar skemmtu sér hið besta og eins og sjá má vantar ekki snjallsímana til að staðfesta þolraun Mána.