Þórður endurkjörinn formaður KSD UMFN
Þórður Karlsson var endurkjörin formaður knattspyrnudeildar UMFN á aðalfundi deildarinnar í gærkvöldi. Ákveðið var að hann myndi stjórn þar sem nokkir stjórnarmenn voru forfallaðir en reiknað er með allir sitji áfram.
Reksturinn á síðasta ári var lakari en árið á undan og var innan við 300.000 kr. tap á deildinni. Skýrist það að mörgu leiti af því að tekjumöguleikar yngri flokka rekstursins var takmarkaður vegna lokunar Reykjaneshallar á haustmánuðum einnig setti seinkun á því að færa sig yfir á nýja íþróttasvæðið sitt mark á reksturinn.