THORDERSEN KVEÐUR!
Stjörnum prýtt úrvalslið Ólafs Thordersen tapaði naumlega fyrir Njarðvíkingum 6-3 í kveðjuleik Ólafs sl. föstudagskvöld. Undir lok leiksins brá Ólafur úr markinu í fremstu víglínu og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. Fyrri hálfleikur var afar jafn en í þeim síðari dró af stjörnunum fyrrverandi og ungt Njarðvíkurliðið skildi þá eftir í grassverðinum.Á myndinni eru þeir f.v. Sigurður „Becenbauer“ Hill, Ólafur „Schmeichel“ Thordersen, Gubjörn „Klinsmann“ Guðmundsson og Jón „slavi“ Einarsson.