Þórarinn semur við Aberdeen
Ýmislegt er í gangi í herbúðum Keflvíkinga þessa dagana og eru landsblöðin í dag yfirfull af fréttum af Keflvíkingum nær og fjær.
Þar ber hæst fregnir af því að framherjinn Þórarinn Kristjánsson hefur skrifað undir hálfs árs samning við skoska stórliðið Aberdeen. Hann hefur verið á miklu heimshornaflakki síðustu mánuði við æfingar hjá áhugasömum liðum og sagðist, í samtali við Víkurfréttir ekki alls fyrir löngu, vera staðráðinn í því að láta drauminn loks rætast um að komast í atvinnumennsku. Þórarinn er samningslaus og fá Keflvíkingar því ekki greiðslu fyrir leikmanninn.
Þá er reynsluboltinn Gestur Gylfason á leið aftur heim, en hann hefur leikið með Grindvíkingum undanfarin ár. Víst er að ungt lið Keflvíkinga mun njóta góðs af reynlu Gests en hann er meðal leikjahæstu manna í efstu deild frá upphafi.
Þá er Stefán Gíslason á leið til æfinga hjá sænska liðinu Hacken, en þar lék Arnór Guðjohnsen ssem atvinnumaður á sínum tíma. Liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.
Mbl.is
Visir.is
Þar ber hæst fregnir af því að framherjinn Þórarinn Kristjánsson hefur skrifað undir hálfs árs samning við skoska stórliðið Aberdeen. Hann hefur verið á miklu heimshornaflakki síðustu mánuði við æfingar hjá áhugasömum liðum og sagðist, í samtali við Víkurfréttir ekki alls fyrir löngu, vera staðráðinn í því að láta drauminn loks rætast um að komast í atvinnumennsku. Þórarinn er samningslaus og fá Keflvíkingar því ekki greiðslu fyrir leikmanninn.
Þá er reynsluboltinn Gestur Gylfason á leið aftur heim, en hann hefur leikið með Grindvíkingum undanfarin ár. Víst er að ungt lið Keflvíkinga mun njóta góðs af reynlu Gests en hann er meðal leikjahæstu manna í efstu deild frá upphafi.
Þá er Stefán Gíslason á leið til æfinga hjá sænska liðinu Hacken, en þar lék Arnór Guðjohnsen ssem atvinnumaður á sínum tíma. Liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.
Mbl.is
Visir.is