Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þórarinn: Samkeppnin heldur öllum á tánum
Sunnudagur 25. maí 2008 kl. 23:07

Þórarinn: Samkeppnin heldur öllum á tánum

Sóknarmaðurinn Þórarinn Brynjar Kristjánsson hefur verið að byrja á bekknum hjá Keflavík í Landsbankadeildinni í sumar og í kvöld gerði hann glæsilegt mark fyrir Keflavík í 3-1 sigri á Skagamönnum. Þórarinn sagði í samtali við Víkurfréttir að Keflvíkingar væru með fína blöndu í framlínunni og að samkeppnin héldi mönnum á tánum.
 
„Ég kom inn í leikinn á fínum tíma og átti næga orku eftir. Það er erfitt fyrir varnarmenn að ráða við tvo góða sentera sem geta haldið boltanum vel í framlínunni og svo að fá inn tvo ferska til viðbótar seint í leiknum er gríðarlega sterkt fyrir okkur,“ sagði Þórarinn sem gerði þriðja og síðasta mark Keflavíkur í leiknum á 91. mínútu.
 
„Við erum með sterka sóknarmenn í liðinu og þessi samkeppni heldur öllum á tánum sem er mjög gott. Þetta veldur því að hver leikmaður sem kemur af bekknum er að gera sitt allra besta,“ sagði Þórarinn og bætti við að nú yrði létt æfing á morgun hjá Keflvíkingum, smá hlé og svo hæfist undirbúningur að fullu fyrir leikinn gegn Þrótti þann 1. júní næstkomandi.
 
VF-Mynd/ [email protected]  – Þórarinn fagnar marki sínu gegn ÍA á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024