Þóranna Kika er nýliði í landsliðinu - 5 stúlkur frá Keflavík í lokahópnum
Fimm stúlkur frá Suðurnesjum voru valdar í 16 leikmannahóp landsliðs kvenna í körfubolta sem mun keppa á Smáþjóðaleikum í Svartfjallalandi 27. maí til 2. júní.
Þetta eru þær Bryndís Guðmundsdóttir, Embla Kristínardóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Þóranna Kika Hodge-Carr en þær koma allar úr Keflavík. Þóranna er nýliði og þess má geta að Bryndís lék síðast með landsliðinu árið 2016 en hún var einn besti leikmaður Keflavíkur í vetur. Þjálfari liðsins er Benedikt Guðmundson.
Íslenska liðið leikur fimm leiki á mótinu gegn liði Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á leikunum.