Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þóra og Younes Reykjanesmeistarar í bekkpressu
Fimmtudagur 24. maí 2007 kl. 14:42

Þóra og Younes Reykjanesmeistarar í bekkpressu

Reykjanesmótið í bekkpressu var haldið laugardaginn 28. apríl síðastliðinn í sal Massa í Njarðvík. Alls mættu 11 Massafélagar til leiks, tvær konur og níu karlar.

 

Stöllurnar Þóra og Helena háðu mikla baráttu um stigabikar kvenna en að lokum hafði Þóra betur með nýju Reykjanesmeti 70,5 kg. sem var 8kg. meira en Helena. Karlarnir tóku hressilega á lóðunum en baráttan var mest í 90 og 110 kg. flokki.

 

Í 90 kg. flokki voru tveir keppendur, þeir Herbert Eyjólfsson og Einar Friðriksson og hafði Herbert betur í þetta skipti og lyfti 135 kg. sem var 5 kg meira en Einar. Í 110kg. flokki voru þrír keppendur þeir Wojciech, Sturla og Younes og var Younes sterkastur af þeim þremur og lyfti 162,5 kg. sem var 7,5 kg. meira en Sturla og 52.5 kg. meira en Wojciech. Stigabikar karla hlaut Younes Bounihdi. Sérstaka viðurkenningu fékk tímavörður mótsins Einar Árnason.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024