Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þór Ríkharðsson Íþróttamaður Sandgerðis 2010
Þriðjudagur 8. mars 2011 kl. 11:27

Þór Ríkharðsson Íþróttamaður Sandgerðis 2010

Laugardaginn 5. mars síðastliðinn var Íþróttamaður Sandgerðis árið 2010 kjörinn við athöfn sem fram fór í Vörðunni. Kylfingurinn Þór Ríkharðsson úr Golfklúbbi Sandgerðis varð fyrir valinu þetta árið en í tilkynningu frá Golfklúbb Sandgerðis segir m.a um Þór:

„Þór tók þátt í meistaramóti klúbbsins. Þar keppti hann í meistaraflokki. Þór er duglegur að spila og notar hvert tækifæri til að æfa sig, sama hvernig viðrar. Hann lækkaði úr 6,5 í 5 í forgjöf sem er mjög góður árangur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þór hefur sýnt ótrúlegar framfarir á skömmum tíma og á fyllilega skilið viðurkenningu fyrir árangur sinn.

Hann er góður félagi og góð fyrirmynd annarra.

Hann ber milka virðingu fyrir íþróttinni sem og mótherjum sínum. Þeir sem spilað hafa með honum hafa lofað hann fyrir prúðmannlega framkomu.“

Frétt og mynd frá Sandgerdi.is

EJS