Þór Ríkharðsson bestur í púttmóti GS
Fyrsta púttmót Golfklúbbs Suðurnesja á árinu var haldið í gærkvöldi í inniaðstöðu klúbbsins að Hafnargötu 2. Þátttaka var dræm og var innkoma 3.800kr. en allur ágóði rennur í unglingastarf klúbbsins.
„Þátttakan var frekar slöpp en þetta er aðeins fyrsta mótið svo við gefumst ekkert upp,“ sagði Ásgeir Eiríksson, en hann sá um mótið í gær með unglingum klúbbsins.
Úrslit úr mótinu eru sem hér segir:
Barnaflokkur
Jóhannes Snorri Ásgeirsson 58
Elísabet Sara Árnadóttir 63
Birkir Orri Viðarsson 64
Laufey Jóna Jónsdóttir 67
Arnór Sveinsson 68
Gæðaflokkur forgj. 11 og hærri.
Sigfús Sigfússon 63
Ásgeir Steinarsson 64
Úrvalsflokkur forgj. 11 og lægri.
Þór Ríkharðsson 56
Örn Ævar Hjartarson57
Gunnlaugur Kristinn Unnarsson59
Gunnar Þór Jóhannsson 60
Jón Bjarnfreðsson 63
Ásgeir Eiríksson 65
Púttmótin verða á öllum mánudögum í vetur kl. 19 í HF og eru allir hvattir til að mæta.