Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þór Akureyri sigraði í Grindavík
Fimmtudagur 27. október 2016 kl. 23:05

Þór Akureyri sigraði í Grindavík

-Og Njarðvík átti ekki roð í Stólana

Grindavík og Njarðvík töpuðu leikjum sínum í kvöld í Dominos deild karla. Grindavík lék gegn Þór Akureyri á heimavelli en úrslit leiksins urðu 85-97. Njarðvík sótti Tindastól heim en áttu ekki roð í Stólana. 31 stiga tap staðreynd, 100-69. Hér að neðan má sjá myndir úr leik Grindavíkur og Þórs A.

Nokkuð jafnt var á með liðunum framan af og var staðan 48-44 í hálfleik. í fjórða leikhluta fóru Þórsarar að síga fram úr, spiluðu þétta vörn og var Tryggvi Snær Hlínarson að gera Grindvíkingum erfitt fyrir. Þessi hávaxni, ungi og efnilegi leikmaður skoraði átta stig og varði tvö skot á stuttum kafla og var þá staðan orðin 70-89 fyrir Þór. Grindvíkingar gáfu í á síðustu mínútum leiksins en munurinn var of mikill. Lokatölur 85-97.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ólafur Ólafsson var stigahæstur Grindvíkinga með 19 stig og 7 fráköst. Lewis Clinch var með 17 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Hjá Þór var Danero Thomas stigahæstur með 25 stig og 7 fráköst en Tryggvi Snær Hlínarson tók 12 fráköst og skoraði 11 stig.