Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þjálfarinn sigraði með yfirburðum - samdi svo bónuslotu
Þriðjudagur 27. mars 2012 kl. 09:56

Þjálfarinn sigraði með yfirburðum - samdi svo bónuslotu




Það var fjör í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík á laugardagskvöldið síðastliðið þegar Njarðvíkingar stóðu fyrir svokölluðu „Pub quiz“ sem notið hefur talsverðra vinsælda undanfarin ár. Leikar fara þannig fram að fjórir eru saman í liði og keppast liðin um að svara miserfiðum spurningum. Að þessu sinni snérust spurningarnar flestar um körfubolta og spyrill var hinn geðþekki knattspyrnumaður úr Keflavík, Guðmundur Steinarsson.

Svo fór að lokum að lið Einars Árna Jóhannssonar, þjálfara meistaraflokks karla, hafði yfirburðasigur enda Einar annálaður viskubrunnur þegar kemur að körfubolta. Liðsfélagar hans voru þó ekki af verri endanum. Einar gerði sér svo lítið fyrir og hnoðaði saman bónuslotu fyrir þá sem þyrsti í fleiri spurningar en hann skellti sér afsíðis og samdi nokkrar skemmtilegar spurningar um körfuna í Njarðvík.

Margar gamlar kempur létu m.a. sjá sig í Ljónagryfjunni á laugardagskvöldið og skemmtu menn sér konunglega.

Mynd af sigurvegurunum. Aftari röð frá vinstri: Jón Júlíus Árnason og Einar Árni Jóhannsson en í fremri röð eru Ægir Gunnarsson og Ólafur Helgi Jónsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024