Þjálfari Silkeborgar rekinn
Viggo Jensen, þjálfari Harðar Sveinssonar og Hólmars Rúnarssonar hjá Silkeborg, var rekinn í dag sökum dræms árangurs í dönsku úrvalsdeildinni.
Þegar Silkeborg tapaði sjöunda heimaleiknum í röð í gær 2-1 gegn Viborg þá þótti nóg komið og forráðamenn félagsins ákváðu því að losa sig við Jensen. Viborg er í 10. sæti deildarinnar einu sæti ofar en Silkeborg.
Peter Knudsen aðstoðarþjálfari tekur við liðinu til bráðabirgða. Silkeborg er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 8 stig eftir 14 leiki.
Þegar Silkeborg tapaði sjöunda heimaleiknum í röð í gær 2-1 gegn Viborg þá þótti nóg komið og forráðamenn félagsins ákváðu því að losa sig við Jensen. Viborg er í 10. sæti deildarinnar einu sæti ofar en Silkeborg.
Peter Knudsen aðstoðarþjálfari tekur við liðinu til bráðabirgða. Silkeborg er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 8 stig eftir 14 leiki.