Þjálfari KR lélegur pappír
Forráðamenn og þjálfarar toppliða KR og Keflavíkur gerðu samkomulag um að rugga ekki sjóþungum bátunum enn frekar en komið var með því að sækja til liðanna erlenda leikmenn. Eftir tvo ósigra í röð fyrir Keflavíkurstúlkum „gleymdi“ Óskar Kristjánsson, þjálfari KR-inga, samkomulaginu og fékk til liðsins bandarískan leikmann, Diönu Tate. Síðan þetta kom upp hefur Óskar keppst við að réttlæta ráðninguna og meðal annars sagt þetta vera vegna meiðsla kempunnar Lindu Stefánsdóttur, sem meiddist eftir að Tate kom til landsins. Fyrir hjá KR er danski leikmaðurinn Emilie Ramberg.