Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þjálfari Grindavíkur ásakar KSÍ um mismunun
Mynd: fotbolti.net
Fimmtudagur 3. ágúst 2017 kl. 16:59

Þjálfari Grindavíkur ásakar KSÍ um mismunun

-Leikur Grindavíkur og Stjörnunnar var færður fram í tímann og verður í kvöld

Róbert Haraldsson, þjálfari Grindavíkur, er vægast sagt ósáttur við það að leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna hafi verið færður fram í tímann, en leikurinn verður í kvöld. Upphaflega átti leikurinn að fara fram 19. ágúst næstkomandi en leikurinn var færður til vegna þátttöku Stjörnunnar í Meistaradeildinni. Hlé hefur verið í Pepsi-deild kvenna í rúman mánuð vegna EM í Hollandi og er Róbert afar ósáttur með þetta, enda samþykkti Grindavík ekki breytinguna.

Í pistli sem Róbert sendi Fótbolta.net fer hann yfir það hvers vegna Grindavík gat ekki samþykkt að færa leikinn svo langt fram. Lið Grindvíkinga hafi verið tilbúið að færa leikinn á einhverja aðra hentugri dagsetningu, en ekki fram fyrir tólftu umferð. Mótanefnd hafi tekið málið fyrir og ákveðið að leikdagurinn skyldi vera 3. ágúst, á sama tíma og undanúrslitaleikir á EM kvenna fara fram. „Höfðingslega bjóða okkur þann möguleika að spila um Verslunarmannahelgina, eins og það sé mikill áhugi fyrir því. Þessar upplýsingar fæ ég í hendurnar, í miðju fimm daga fríi, sex dögum fyrir settan leikdag,“ segir Róbert.

Þá ásakar hann KSÍ um mismunum þar sem verið sé að styðja eitt félag á kostnað annars. „Þessi vinnubrögð eru skammarleg og sýna svart á hvítu að það er ekki sama hverjir eigi í hlut.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024