Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þjálfaraskipti hjá Grindavík
Mánudagur 25. október 2004 kl. 16:17

Þjálfaraskipti hjá Grindavík

Örvari Kristjánssyni, þjálfara kvennaliðs Grindavíkur í körfuknattleik var sagt upp störfum um helgina. Henning Henningsson var ráðinn í starfið í stað Örvars.

Ákvörðun stjórnarinnar kom nokkuð á óvart enda er liðið enn ósigrað eftir þrjá leiki, en mat þeirra var að Örvar væri ekki að ná því út úr liðinu sem ætlast er miðað við mannskap. Leikur liðsins hafi ekki þótt sannfærandi og tóku þeir því þessa erfiðu ákvörðun.

Örvar sagði í samtali við Víkurfréttir að uppsögnin hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. „Það voru vissulega hnökrar á sóknarleiknum, við vorum að spila langbestu vörnina í deildinni og það er einmitt vörnin sem vinnur titla. Við vorum með mikið breytt lið frá síðasta vetri og stefndum á að toppa á réttum tíma, í úrslitakeppninni.“

Örvar segist þó virða ákvörðun stjórnarinnar og er enginn kali manna á milli í sambandi við þetta mál. „Ég vil bara senda stelpunum baráttukveðjur og óska þeim góðs gengis.“

Staða var sú fyrsta hjá Örvari í meistaraflokki, en hann segist hvergi nærri hættur. „Ég kem út úr þessu með fulla trú á mínum þjálfarahæfileikum og mun halda mínu striki.“
VF-mynd/Jón Björn: Örvar í leik með Ljónunum úr Njarðvík
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024