Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þetta er síðasti naglinn í kistu þeirra
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 26. ágúst 2020 kl. 11:42

Þetta er síðasti naglinn í kistu þeirra

Líflegur knattspyrnulýsandi á leikjum Voga Þróttar

Knattspyrnulið Þróttar í Vogum hefur farið mikinn eftir að Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi atvinnumaður tók við þjálfun liðsins. Liðið hefur ekki tapað viðureign í síðustu átta leikjum. Liðið er í 2. sæti deildarinnar og stemmningin í Vogum er mikil. Þá vakti lýsingVignis Más Eiðssonar frá leik liðsins gegn Dalvík/Reyni verðskuldaða athygli en hann fór á kostum í sigurleik Þróttar gegn norðanliðinu í vikunni.

„Þetta er síðasti naglinn í kistu Dalvíkur/Reynis,“ sagði Vignir m.a. og ætla mætti að kappinn væri frá  Suður Ameríku en þarlendir lýsendur gefa oft vel í þegar þeir lýsa leikjum þar syðra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er gaman að kíkja á myndbandið frá leiknum þar sem Vignir fer svo sannarlega á kostum, sérstaklega þegar heimamenn skora.