Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Þetta er mikill heiður“
Keflvíkingar hafa átt efnilegustu leikmenn ársins undanfarin tvö ár. Nú Elías og Arnór Ingvi Traustason í fyrra.
Þriðjudagur 21. október 2014 kl. 09:44

„Þetta er mikill heiður“

Segir efnilegasti leikmaður landsins

„Þetta er virkilega mikill heiður og gott fyrir sjálfstraustið,“ segir Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson sem í gær var valinn efnilegasti leikmaður Pespsi-deildar karla í knattspyrnu. Elías er staddur í Noregi þessa dagana á reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Vålerenga.

Elías segist hafa verið nokkuð hissa en um leið ánægður þegar hann heyrði af tilnefningunni en faðir hans hringdi í hann og færði honum tíðindin. „það er yfirleitt alltaf gaman að heyra í honum sama hvað hann hefur að segja, sérstaklega þegar hann er með svona góðar fréttir,“ segir Elías. Hann var sáttur við eigin frammistöðu í sumar þó megi alltaf gera betur.. „Ég mun klárlega reyna það á næsta tímabili,“ bætir framherjinn við en óvíst er þessa stundina hvort það verði hjá Keflavík eða í Noregi, en Elías er þó samningsbundinn Keflvíkingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024