Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Theodór bjargaði stigi fyrir Njarðvík
Mánudagur 15. ágúst 2016 kl. 09:25

Theodór bjargaði stigi fyrir Njarðvík

Varamaðurinn Theodór Guðni Halldórsson gerði herslumuninn þegar Njarðvíkingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Völsungum í 2. deild karla í fótbolta um helgina. Leikið var í Njarðvík en það voru gestirnir frá Húsavík sem náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik.

Theodór kom inn af bekknum eftir klukkustundar leik og skoraði skömmu síðar. Hann var svo aftur á ferðinni á 77. mínútu þegar hann jafnaði metin. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum en niðurstaðan jafntefli að þessu sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar eru í 7. sæti en þar er þéttur pakki. Bæði er stutt upp í 4. sæti og svo niður í 10. sætið en stöðuna má sjá hér.