Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þau voru verðlaunuð hjá Keflavík
Þau voru verðlaunuð hjá Keflavík í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Föstudagur 28. desember 2012 kl. 10:14

Þau voru verðlaunuð hjá Keflavík

Íþróttamenn Keflavíkur 2012 voru útnefndir í gær. Hér að neðan eru útnefningar einstakra deilda hjá Keflavík.


Knattspyrna: Jóhann Birnir Guðmundsson
Besti leikmaður mfl karla árið 2012 spilaði 20 leiki í Pepsi deild.
Markakóngur mfl karla hjá  Keflavík sumarið 2012.
Jóhann Birnir hefur spilað 126 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað í þeim 34 mörk.
Hann spilaði á sínum tíma í atvinnumennsku og spilaði þá með Gais og Örgryte í Svíþjóð, Lyn í Noregi og Watford á Englandi.
Jóhann hefur leikið með öllum landsliðum Íslands.
Hann á 2 leiki með U-17 ára liðinu – 10 leiki með U-19 ára þar sem hann skoraði  1 mark, einnig á hann 11 leiki með U-21 og náði að skora 3 mörk í þeim leikjum, og hann hefur leikið 8 leiki með A landsliði Íslands þá leiki spilaði hann á árunum 1997-2004.
Jóhann Birnir er þjálfari 4 flokks karla hjá Keflavík

Karfa: Magnús Þór Gunnarsson
Var fyrirliði bikarmeistaraliðs 2012, bestur á lokahófi KKDK og valinn í úrvalslið félagsins eftir að hafa skorað að meðaltali 18 stig , tekið 4 fráköst og gefið 4 stoðsendingar. Var eini Íslendingurinn ásamt Justin á topp 20 yfir stigahæstu leikmenn úrvalsdeildarinnar þar sem Keflavík  lenti í 5. sæti og féll út í oddaleik gegn Stjörnunni. Var valinn í úrvalslið Iceland Express deildarinnar árið 2012 á lokahófi KKÍ. Að tímabili loknu var hann valinn í landslið Íslands til að taka þátt í undankeppni Evrópumóts landsliða í körfu en þurfti að draga sig út vegna meiðsla. Magnús hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár og verið ein helsta burðarrás liðsins og góð fyrirmynd ungra leikmanna.

Fimleikar: Lilja Björk Ólafsdóttir
Innanfélagsmeistari 2012
Haustmót FSÍ í 2. þrepi : 1. Sæti í gólfæfingum, 1. Sæti á tvíslá, 2. Sæti á jafnvægisslá og 1. Sæti í samanlögðum árangri.  
Lilja Björk er rosalega metnaðarfull og ákveðin. Hún er rosalega samviskusöm og dugleg á æfingum og vinnur vel að sínum markmiðum. Hún hefur sýnt miklar framfarir á árinu. Hún byrjaði að keppa í 2. þrepi veturinn 2011-2012.  Á Haustmóti FSÍ náði hún þrepinu en það var fyrsta mót tímabilsins 2012-2013. Hún stefnir á að reyna komast inn á Íslandsmót vorið 2013.

Sund: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson
Fjöldi Íslandsmeistaratitla á árinu eru 3 í flokki karla, 50, 100 og 200 metra baksund.
Davíð er búinn að eiga gott ár í ár þar sem hans besta frammistaða í ár var í 100 metra baksundi á ÍM 50 þar sem hann vann gullverðlaun og fékk fyrir það sund 748 FINA stig sem er virkilega gott og þetta var einnig hans besti tími. Hann var valinn fyrir Íslands hönd til að keppa á Smáþjóða meistaramótinu en gat ekki mætt á það mót. Hann keppti á Evrópumótinu í 25 metra laug sem haldið var í Chateres í Frakklnadi nú í nóvember þar sem hann náði sínum bestu tímum í 50 metra, 100 metra og 200 metra baksundi. Fyrir 100 metra baksundið fékk hann 698 FINA stig. Davíð var einnig hluti af Aldursflokkaliði ÍRB þar sem liðið vann með miklum yfirburðum. Davíð æfir nú í Arizona þar sem hann er í háskóla.

Taekwondo: Ástrós Brynjarsdóttir 1999 13 ára
Fjöldi Íslandsmeistaratitla á árinu: 4 í Bardaga, Einstaklingstækni, Paratækni og Hópatækni
Norðurlandamót 2012 í tækni - Brons
Norðurlandamót 2012 í bardaga - Silfur
Scottish Open 2012 í bardaga - Gull
Scottish Open 2012 í einstaklingstækni - Gull
Scottish Open 2012 í paratækni – Gull
Bikarmót TKÍ 1 2012 - Gull í bardaga
Bikarmót TKÍ 1 2012 - Gull í formum
Bikarmót TKÍ 1 2012 - Besti keppandi stúlkna í bardaga
Bikarmót TKÍ 1 2012 - Besti keppandi stúlkna í samalögðum árangri
Bikarmót TKÍ 2 2012 - Gull í bardaga
Bikarmót TKÍ 2 2012 - Gull í tækni
Bikarmót TKÍ 2 2012 - Besti keppandi stúlkna í tækni
Bikarmót TKÍ 2 2012 - Besti keppandi stúlkna í samanlögðum árangri
Bikarmót TKÍ 3 2012 - Gull í tækni
Bikarmót TKÍ 3 2012 - Silfur í bardaga
Bikarmót TKÍ 3 2012 - Besti keppandi stúlkna í samanlögðum árangri
Aðstoðað við þjálfun yngri iðkenda deildarinnar
Á fast sæti í bæði tækni- og bardagalandsliði Íslands og tók þátt fyrir þeirra hönd á Norðurlandamótinu og Scottish Open
Tók svartbeltispróf í maí 2012 og var með hæstu einkunn allra próftaka.
Samanlagður árangur
12 gull, 2 silfur og 1 brons
Viðurkenningar = Besti keppandinn í bardaga. Besti keppandi í tækni. Besti keppandinn í samanlögðum árangri 3x. Hæðstu einkunn á svartbeltisprófi.
4 Íslandsmeistaratitlar á árinu.
Besti mögulegi árangur í tækni á öllum 5 mótum ársins í þeirri grein.
Besti mögulegi árangur á Scottish Open, tæplega 400 manna alþjóðlegu móti.
Ástrós er ein efnilegasta íþróttakona Suðurnesja þrátt fyrir ungan aldur. Hún æfir af kappi með unglingalandsliðum Íslands og taekwondodeild Keflavíkur. Ástrós tekur þátt í öllum mótum, mætir vel og sýnir íþrótt sinni mikinn áhuga. Það er ljóst þegar hún keppir en hún nær þar ótrúlegum árangri sem seint verður leikinn eftir. Hún er undantekningalaust á verðlaunapalli og hefur t.a.m. aldrei tapað í keppni í einstaklingstækni sem er ótrúlegur árangur fyrir einhvern sem hefur keppt jafnlengi og hún. Í vor tók hún svarta beltið í taekwondo ásamt fjórum öðrum efnilegum einstaklingum úr Keflavík. Það er ljóst að framtíðin er björt fyrir þessa ungu íþróttakonu, en einungis á þessu ári hefur hún náð fjórum af fjórum mögulegum Íslandsmeistaratitlum, sigrað þrjú gull, eitt silfur og eitt brons á erlendum mótum og sigrað samtals tólf gull á þeim mótum sem hún hefur keppt á og fengið fjölda viðurkenninga fyrir góða tækni og keppnisárangur.

Skot: Þröstur Sigmundsson
Áramótamót skotdeildar Keflavíkur í SKEET 31.Desember 2011 3. sæti
10 maí 1 sæti í Byrjendaflokki í Vísmóti Keflavíkur í SKEET (Haglabyssugrein)
26  og 27 maí 1 sæti í Byrjendaflokki í Landsmóti SFS(SKOTFÉLAG SUÐURLANDS) Í SKEET (Haglabyssugrein)
02 Júní 3 sæti í 50 metra BeanchRest 22 calibera riffilMóti Skotdeildar Keflavíkur
02 júní 1 sæti í HS-ORKU  Móti skotdeildar Keflavíkur í SKEET (Haglabyssugrein)
09-10 júní 1 sæti í Byrjendaflokki í Landsmóti SR á Álsnesi (skotfélag Reykjavíkur) SKEET (Haglabyssugrein)
13 júní 1 sæti í byrjendaflokki í  TM móti skotdeildar Keflavíkur í SKEET (Haglabyssugrein)
18 JÚLÍ 2 sæti í A flokki í zedrus Móti skotdeildar Keflavíkur í SKEET (Haglabyssugrein)
10 ágúst 50 metra BeanchRest 22 calibera riffilmót Skotdeildar Keflavíkur sigraði með yfirburðum 457 stig
31. ágúst Ljósanæturmót K-Steinars í SKEET 2 Sæti
28. September Keflavík Opið mót í SKEET 2. sæti
Þröstur bauð sig fram og var kosinn í stjórn Skotdeildar Keflavíkur í ár og hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar með stjórnarstörfum. Hann er í Haglabyssunefnd og hefur tekið mjög virkan þátt í að skipuleggja, halda og stýra mótum sem fram hafa farið á þessu ári fyrir skotdeildina.
Þröstur tók þátt í fleiri utanfélagsmótum þó hann hafi ekki alltaf unnið til verðlauna, hann kom með góðan drifkraft í deildina sem hefur tekið vaxtakipp í íþróttaviðburðum þetta árið.  Þröstur er auður sem öll íþróttafélög og deildir gætu verið stolt af og erum við það svo sannarlega hjá Skotdeild Keflavíkur.

Keflavík á 178 Íslandsmeistara árið 2012
Knattspyrna: 35 - 5.fl.karla og 3.fl.karla c-liða
Karfa: 75 - Minnibolti drengja og stúlkna, 7., 8., 9., 10. stúlkna og unglingaflokkur kvenna
Sund: 42 einstaklingar
Taekwondo: 26 einstaklingar
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024