ÞÁTTUR DAMONS JOHNSON
Damon hefur leikið 8 bikarleiki með Keflvíkingum og skorað 26,5 stig að meðaltali. Fyrsta ár hans með Keflavík sigraði liðið úr 49 af 53 leikjum og vann alla titla sem í boði voru. Á síðustu leiktíð lék hann með Skagamönnum og var árangur Keflvíkinga 29 sigrar í 49 leikjum en við endurkomu þetta tímabilið hans hafa hlutirnir færst aftur í fyrra horf og liðið nú sigrað úr 32 af 37 leikjum tímabilsins.Damon virðist hafa sérstakt dálæti á Laugardalshöllinni. Hann hefur leikið þar þrisvar til úrslita, alltaf sigrað, og skorað 34,3 stig að meðaltali.