Þátttökumet í Kvennahlaupinu - myndir
Hátt í 600 konur í Reykjanesbæ sprettu úr spori í morgun í árlegu Sjóvá kvennahlaupi ÍSÍ sem fram fór í tuttugustu og fyrsta sinn á sjálfan kvenréttindadaginn. Þetta mun vera þáttökumet. Í ár er hlaupið tileinkað krafti og elju íslenskra kvenfélaga. Hlaupið var víðast hvar á landinu og í öllum byggðalögum Suðurnesja.
Svipmyndir frá hlaupinu í Reykjanesbæ eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta hér á vf.is.
VFmynd/elg.