Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 9. apríl 2020 kl. 16:45
Þakklátur að hafa kærustuna og fjölskylduna
Keflvíkingurinn Samúel Kári setur upp hanska og passar fjarlægð á veirutímum í Þýskalandi
Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson flutti til Þýskalands í upphafi árs þegar knattspyrnuliðið Paderborn, sem er í efstu deild Bundesligunnar, keypti hann. Samúel Kári var búinn að spila nokkra leiki með liðinu þegar COVID-19 stoppaði alla knattspyrnu. Víkurfréttir heyrðu í Samúel og spurðu hann út í stöðuna hjá honum á tímum veiru.