Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 13. maí 2002 kl. 16:43

„Það verður fjör að troða ofan í þessa gæja“ -segir Kjartan Másson

Keflvíkingum er spáð falli úr Símadeildinni í knattspyrnu í sumar bæði af DV-Sport og nú fyrir skömmu af forráðamönnum, þjálfurum og fyrirliðum liðanna í deildinni. Kjartan Másson þjálfari Keflvíkinga sagði í samtali við Víkurfréttir að það kæmi ekki til greina að falla: „Við ætlum okkur að vera í efri hluta deildarinnar og ef það á að takast þarf ég á stuðningi fólksins í Keflavík að halda. Ef við fáum hjálp frá þeim getum við staðið okkur vel, ég trúi því og treysti“.„Markmiðið okkar er að ná Evrópusæti, ekkert væl með það. Strákarnir þurfa á gríðarlegum stuðning og jákvæðni að halda og þá er allt hægt. Það verður fjör í sumar að troða ofan í þessa gæja sem hafa ekki trú á okkur“, sagði Kjartan Másson að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024