„Það þarf bara hálfa sekúndu til að skora körfu,“ segir Ólöf Helga
Ég er bara orðlaus. Þetta var hörku leikur og við mættum tilbúnar í hann en við vorum fimm sekúndubrotum frá því að vinna þennan leik,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir í samtali við Víkurfréttir eftir spennandi leik úrslitaviðureignar Iceland Express deildar kvenna í körfubolta en Keflavíkurstúlkur sigruðu á lokasekúndunni. „Við vorum með boltann í höndunum en missum hann frá okkur og það þarf ekki nema hálfa sekúndu til að skora körfu.“
Bryndís Guðmundsdóttir sagði þetta hafa verið skemmtilegan leik og frábært að fá að spila fyrir framan fullt hús af fólki. „Við spilum venjulega fyrir framan svona 20 til 30 manns svo þetta var æðislegt. Okku gekk ekki nógu vel en Njarðvíkurstúlkurnar komu okkur ekki á óvart,“ sagði Bryndís.
[email protected]