Textalýsing frá leik Þórs og Grindavíkur: 60-77
Munið eftir því að endurhlaða síðuna en hér verður fylgst með gangi mála í leiknum.
Munurinn er orðinn 17 stig og Grindvíkingar eru að klára þetta hérna í dag. 60-77 og 2:30 eftir.
Pettinella er kominn með 5 villur.
5:56 á klukkunni og Grindvíkingar hafa yfirhöndina, 56-67.
J´Nathan Bullock skorar 5 stig í röð og þau eru ekki af verri endanum, troðsla og þriggja stiga. Hann er kominn með 22 stig og 8 fráköst nú þegar. 54-67 er staðan fyrir Grindavík þegar tæpar 7 mínútur eru eftir af leiknum.
Nú er einungis 4. leikhluti eftir og Grindavík hefur 10 stiga forystu, 48-58.
Rúmar 2 mínútur eftir af 3. leikhluta og Pettinella rífur nánast niður körfuna með tröllatroðslu, ægilegt alveg.
Það eru læti. Grindvíkingar leiða 42-51 eftir að Bullock skoraði og fékk víti að auki.
Þorleifur setur risastóra þriggja stiga körfu og skorar svo aftur í næstu sókn, 42-47 fyrir Grindavík. Skjótt skipast veður í lofti.
Helgi Jónas tók leikhlé og nú er að sjá hvort Grindvíkingar komist í gang. Bullock byrjar á því að troða og jafna leikinn.
Staðan er 12-0 fyrir Þórsara í seinni hálfleik. Þeir eru komnir yfir 42-40.
39-40 og lætin eru svakaleg.
Seinni hálfleikur og heimamenn byrja betur. Þeir laga stöðuna í 35-40 strax á fyrstu mínútu.
Þessa stundina er allt að ganga upp hjá gulum og þegar flautað er til hálfleiks hafa þeir forystu, 30-40.
Grindvíkingar eru að ná yfirhöndinni og leiða nú 28-38. Erfitt hjá Þórsurum í sókninni.
Erlendu leikmenn Þórs eru að komast í gang en þeir hafa verið óvenju rólegir hingað til. Govens hefur verið að hitta illa en til þess að Þór eigi að hafa möguleika þá verður hann að detta í gang.
Páll Axel, sem hefur verið rólegur hingað til í úrslitakeppninni er að skjóta sig í gang og ef það gerist þá eru Grindvíkingar í góðum málum. Grindvíkinga leiða 20-22 þegar 7:43 eru eftir af 2. leikhluta.
Þegar 1. leikhluta líkur leiða Grindvíkingar 15-17 eftir þrist frá Páli Axel.
Þórsarar eru 15-14 yfir þegar 2 mínútur eru efir að 1. leikhluta.
Liðin eru ekki jafn heit og í upphafi síðasta leiks og varnir liðsins eru með frá upphafi.
Grindvíkingar hefja leik með miklum látum og allir leikmenn byrjunarliðsisn eru strax komnir á blað. Staðan er 10-12 fyrir gula þegar 1. leikhluti er hálfnaður.
Bullock sýnir enn tilþrif í heimsklassa og hefur leik sinn með kröftugri troðslu. Grindvíkingar leiða 3-6 í byrjun leiks.
Leikurinn er að fara af stað og stemningin er rafmögnuð hér í Þorlákshöfn. Ljósin voru slökkt þegar heimamenn voru kynntir til leiks og nú verður öllu tjaldað til. Áhorfendur láta vel í sér heyra og get ég ímyndað mér að svona sé á fótboltaleikjum í Tyrklandi.