Terrell Vinson með stórleik í liði Njarðvíkur
Njarðvík tók á móti Val í Ljónagryfjunni í Domino´s- deild karla í körfu í kvöld. Lokatölur leiksins voru 86-83. Njarðvík hefur því unnið þrjá leiki í deildinni í vetur og tapað tveimur. Njarðvík tekur á móti Grindavík í Ljónagryfjunni nk. mánudag í 16 liða úrslitum Maltbikarsins og það verður spennandi að fylgjast með nágrannaliðunum mætast.
Terrell Vinson skoraði 26 stig af 86 stigum Njarðvíkinga í kvöld ásamt því að hann var með 19 fráköst. Þar á eftir kom Maciek Stanislav Baginski með 17 stig og Ragnar Ágúst Nathanaelsson var með 14 stig, 14 fráköst og 6 varin skot.