Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 19:07

Tekur Grétar upp jólaskrautið?

Ágætu Keflvíkingar og aðrir stuðningsmenn. Ég vil byrja á því að þakka fyrir góðan stuðning á Laugardalsvelli þann 21. maí, á leik KR og Keflavíkur 2-3. Ég held að ég tali fyrir hönd allra leikmanna og stjórnar, að stuðningur gerir sitt og við erum tólfti maðurinn, það er engin spurning. Þegar leikurinn var búinn, var raunin sú að Keflavík hafði slegið KR af sigurbraut, eins og DV sagði í opnu á íþróttasíðunum. Það fyrsta sem mig langaði að gera, var að fara heim, taka allt jólaskrautið mitt og skreyta húsið mitt, en það er svo mikið að ég hefði sennilega misst af leik Keflavíkur og Grindavíkur næstkomandi mánudag. Vel á minnst, væri ekki gaman að vinna Grindavík? Þá verðum við að mæta á völlinn og hvetja okkar menn eins og síðast, því stemmningin var stórkostleg. Verum jákvæð, áfram Keflavík. Grétar Ólason.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024