Tekst Njarðvíkingum að snúa við blaðinu?
Keflavík og Njarðvík mætast í þriðja sinn í kvöld í 4-liða úrslitum Intersport-deildinni í körfuknattleik. Keflvíkingar eru í vænlegri stöðu, leiða 2-0 í einvíginu og með sigri í kvöld tryggja þeir sér farseðilinn í úrslitin. Víst þykir að Njarðvíkingar mæti dýrvitlausir til leiks, staðráðnir í því að koma í veg fyrir það. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkinga sagði í samtali við VF-sport að þrátt fyrir að liðið væri í slæmri stöðu litist honum ágætlega á leikinn í kvöld. „Eins og staðan er núna verðum við bara að fókusa á þennan eina leik til að halda lífi. Við mætum í kvöld til að berjast fyrir lífi okkar og ég vona að það eigi eftir að sjást á spilamennsku liðsins. Við ætlum okkur að opna þetta einvígi“, sagði Friðrik.Friðrik segir að hlutirnir séu fljótir að breytast í svona einvígi og með sigri í kvöld er þetta gjörbreytt. „Við munum koma til með að leggja mikla áherslu á að stöðva útlendingana þeirra enda hafa þeir verið okkur erfiðir og leikið frábærlega“.
Sagan er nú ekki með Njarðvíkingum í þessu einvígi þar sem engu liði hefur tekist að sigra eftir að hafa lent 2-0 undir. Friðrik sagði að nú væri kominn tími til að breyta því. „Ef við trúum því ekki að við getum það, trúir því enginn. Við trúum því alveg að við getum komið til baka og slegið þá út en það er leikurinn í kvöld sem telur, annars verður ekkert framhald“.
Sagan er nú ekki með Njarðvíkingum í þessu einvígi þar sem engu liði hefur tekist að sigra eftir að hafa lent 2-0 undir. Friðrik sagði að nú væri kominn tími til að breyta því. „Ef við trúum því ekki að við getum það, trúir því enginn. Við trúum því alveg að við getum komið til baka og slegið þá út en það er leikurinn í kvöld sem telur, annars verður ekkert framhald“.