Tekst Grindavík að tryggja sér öruggt sæti?
Grindavík tekur á móti Fylki í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Grindavíkurvelli kl. 18:00 í dag, mánudag. Fari Grindavík með sigur af hólmi er liðið endanlega búið að tryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni og kemst jafnframt upp í 8. sæti, upp fyrir Val. En Fylkir er hörku lið sem hefur komið skemmtilega á óvart í sumar og er í 3. sæti deildarinnar.
Þetta er því afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið því 3. sæti gefur Fylki sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári og Grindavík gefur losað sig við falldrauginn. Hjá Fylkir eru tveir leikmenn í leikbanni.
Hjá Grindavík mætir Tor Erik Moen að nýju eftir að hafa verið í leikbanni gegn Fram en Þórarinn Kristjánsson er hins vegar meiddur.