TEITUR VILL VINNA ALLA TITLANA ÁN ÚTLENDINGS
Stórskyttan og landsliðsmaðurinn Teitur Örlygsson ákváð, eftir tapleik Njarðvíkinga gegn Tindastól í undanúrslitum Eggjabikarkeppninnar, að taka sér hlé frá körfuknattleik. Ákvörðunin kom körfuknattleiksheiminum ( á litla Íslandi) í uppnám enda Teitur af mörgum talinn besti körfuknattleilsmaður landsins. Ástæður hvíldarinnar sagði hann annir í einkalífinu og nefndi sérstaklega byggingu framtíðarheimilisins sem hann hóf síðasta sumar.Sögusagnir komust á kreik um að ágreiningur um milli hans og þjálfara Njarðvíkur, Friðriks Inga Rúnarssonar, væru undirrót vandans. Jafnframt barst sú kjaftasaga eins og eldur í sinu að Grindvíkingar hefðu gert honum tilboð um mánaðargreiðu upp á annaðhundrað þúsund auk þess að húsbygging hans yrði kláruð í einum grænum, skipti hann um búninga með hraði. VF tók HÚS á Teiti og kom málunum á hreint.Tapið gegn Tindastól geysileg vonbrigði„Ég er almennt mjög tapsár og helvítis Eggjabikarinn að auki er eini titillinn sem ég hef ekki unnið til. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með sjálfan mig og liðið. Upp kom sú hugsun að mögulega væri nóg komið. Liðsandinn var búinn að vera þungur og tilhlökkunin að mæta á æfingar horfin, oftar en ekki var ég með hugann við verkefnin sem biðu mín heima fyrir. Ég hafði sambandi við Gunnar Þorðvarðarson og tjáði honum hvað ég væri að hugsa og eftir fund með stjórninni var sú ákvörðun tekin að ég færi í frí á meðan landsliðsprógrammið gengi yfir og kæmi að því loknu ferskur aftur, vonandi búinn að endurnýja batteríin“Útlendingsmálin búin að hafa slæm áhrif„Á meðan Jason Hoover var hérna spilaði liðið því sem næst án útlendings og voru það að mínu áliti bestu leikir liðsins á tímabilinu og lá ég ekkert á þeirri skoðun minni. Ábyrgðin var öll á okkar herðum og menn brugðust vel við því. Ég var því ekki sáttur við komu Donells Morgan til liðsins og ekki lyftist á mér brúnin þegar ég sá til hans leika. Ég var fljótur að sjá að Morgan myndi ekki valda neinum skaða á Íslandi enda í afar lélegu formi“.Leikmannafundurinn einróma um að spila útlendingslausirÍ liðinni viku var haldinn leikmannafundur þar sem samþykkt var einróma að reyna að leika útlendingslausir eins lengi og mögulegt væri. Telur þú að þarna hafi leikmenn verið að lýsa stuðningi við þig og þínar skoðanir?„Ég held að á þessum fundi hafi menn lítið verið að spá í mig. Tel ég frekar að menn hafi þar verið búnir að sjá að liðinu var enginn stuðningur í Morgan.“Hvað um þá sögu að ágreiningur á milli þín og Friðriks hafi haft stór áhrif á ákvörðun þína um að fara í hvíld?„Ég og Friðrik erum góðir vinir og einhver ágreiningur á milli okkar myndi aldrei hafa slíkar afleiðingar. Ég viðurkenni fúslega að ég var ekki ánægður með þá ákvörðun hans að skipta byrjunarliðinu útaf gegn Tindastól þegar skammt var til leiksloka. Ég hef einfaldlega alltaf trú að því að við getum snúið töpuðum leik í sigur. Eftir á að hyggja fannst mér við aldrei hafa átt séns.“Hvað um sögu Gróu á leiti um gylliboð Grindvíkinga?„Það er alltaf gaman af svona sögum en oftar en ekki eiga þær enga þær sér enga stoð í veruleikanum. Þessi saga er bara bull og vitleysa.“Eiga Njarðvíkingar einhvern möguleika á titli útlendingslausir?„Já, ég er sannfærður um að möguleikar okkar eru engu minni útlendingslausir og með Bandaríkjamann í liðinu. Að mínum mati er liðið með næga getu til að vinna titla. Við bættum á okkur blómum fyrir þetta tímabil er Örlygur frændi ákváð að koma heim frá Bandaríkjunum og Gunni bróðir hefur einnig styrkt okkur. Það er þó alveg ljóst að þrýstingurinn utan frá minnkar og stuðningur áhorfenda eykst að sama skapi. Það væri gríðarlega gaman að eiga þátt í því að vinna titla fyrir Njarðvík á árinu 2000 án stuðnings erlends leikmanns.“Ertu ákveðinn að hætta að loknu þessu tímabili?„Það þýðir ekkert að hætta, það hlustar enginn á mig. Nei, án gríns þá mun ég einbeita mér að því að klára framtíðarheimilið á Melaveginum í sumar og meta síðan stöðuna næsta haust. Hver veit nema ég eigi 5-6 góð ár eftir?"