Teitur Örlygsson hættur!
Teitur Örlygsson körfuknattleiksleikmaður úr Njarðvík hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Teitur sem þurfti að horfa á félaga sína í Njarðvík sigra Keflavík í gær og tryggja sér um leið titilinn sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri pottþétt að hann myndi ekki spila aftur. „Það var rosalega ljúft að landa þessum titli en jafnframt mjög erfitt að þurfa að horfa á úr stúkunni. Ég hef ekkert ákveðið hvort ég taki að mér þjálfun seinna meir en eins og staðan er í dag er ég laus allra mála“.