Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Teitur með 100 sigra í úrslitakeppni
Föstudagur 11. apríl 2014 kl. 07:39

Teitur með 100 sigra í úrslitakeppni

Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson, sem þjálfar lið Stjörnunnar í Domino's deild karla í körfubolta, fagnaði sínum hundraðasta sigri í úrslitakeppni í gær. Stjörnumenn unnu þá öruggan sigur á KR en þar með varð Teitur fyrstur til þess að ná þessum merka áfanga sem leikmaður og þjálfari á Íslandi. Sem leikmaður var Teitur ákaflega sigursæll og varð hann m.a. 10 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvíkingum á ferli sínum, en það er nokkuð sem varla verður leikið eftir.

Staðan í undanúrslitaeinvígi liðanna er 2-1 KR í vil en sigra þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslit þar sem Njarðvíkingar eða Grindvíkingar verða andstæðingurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024