Teitur mætir í Ljónagryfjuna
Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson heimsækir sinn gamla heimavöll í kvöld þegar fimmta umferð Dominos-deildar karla í körfubolta fer af stað með fjórum leikjum. Eins og kunnugt er þjálfar Teitur lið Stjörnunnar en Njarðvík og Stjarnan eigast við í Ljónagryfjunni í kvöld klukkan 19:15. Keflvíkingar leika sömuleiðis á heimvelli í kvöld en þeir fá Fjölni í heimsókn í Toyotahöllina. Grindvíkingar fara svo í Breiðholtið og mæta ÍR-ingum.
Grindvíkingar eru á toppi deildarinnar ásamt fjórum öðrum liðum með 6 stig en Njarðvíkingar og Keflvíkingar eru við botninnn með aðeins 2 stig eftir fjóra leiki.
Keflvíkingar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í deild og bikar og er það spurning hvort þeir haldi sigurgöngunni áfram gegn sprækum Fjölnismönnum í kvöld. Njarðvíkingar sendu annan af erlendu leikmönnum sínum heim á dögunum og því verður við ramman reip að draga í kvöld gegn sterku Stjörnuliði.
Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.