Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Teitur í þjálfarastólinn hjá Stjörnunni
Fimmtudagur 18. desember 2008 kl. 12:41

Teitur í þjálfarastólinn hjá Stjörnunni



Teitur Örlygsson sem þjálfaði Njarðvík á síðasta tímabili hefur tekið við þjálfun úrvalsdeildarliðs Stjörnunnar.
Teitur segir í viðtali við körfuboltavefinn karfan.is að það sé ánægjulegt að vera kominn í slaginn aftur og segist hlakka til. „Þetta er óvenjuleg staða fyrir mig en ég held að það sé gott að komast í nýtt umhverfi. Þetta verður erfitt og barningur en ég hef fulla trú á að verkefnið eigi eftir að ganga vel,“ sagði Teitur við karfan.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024