Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:33

TEITUR HEITUR

Brynjar K. Sigurðarsonar, þjálfara ÍA hefur eflaust óskað þess að Teitur Örlygsson hefði verið heima hjá sér í fríi þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn á sunnudag. Teitur fór fyrir sterkri liðsheild Njarðvíkinga sem gáfu ÍA engin grið og sigruðu stórt 64-91. Útlendingslaust Njarðvíkurliðið átti ekki í vandræðum með yfirlýsta „bestu vörn landsins“. „Þetta var mjög gaman, allir fengu að leika en Skagamenn voru slakir og erfitt að meta getu liðsins á þessum” sagði Teitur „hvíldi” Örlygsson. „Kannski var ágætt að fá ÍA í fyrsta leik eftir frí, nú er þetta tröppugangur fram að jólafríi og við reynum að enda árið á toppnum. Við erum á góðum stað miðað við árstíma og þurfum bara að klára okkar leiki til að tryggja toppsætið.” Njarðvíkingar verða í eldlínunni um helgina en þá taka þeir á móti Snæfelli sem burstaði Grindvíkinga um síðustu helgi. Tíu heppnir lesendur VF fá frítt inn á leikinn gegn framvísun úrklippu úr blaðinu. Tíu fyrstu sem mæta með úrklippuna fá ókeypis inn á leikinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024