Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 21. febrúar 2002 kl. 09:46

Taplausir á heimavelli í rúmt ár!

Nú stendur yfir “tvöföld” sigurganga Keflavíkurpilta í körfubolta. Í deildinni hefur liðið nú unnið átta leiki í röð sem er ágætt en kannski ekki voða merkilegt, segir á heimasíðu Keflavíkur. Mun merkilegra er að liðið hefur ekki tapað leik á heimavelli í yfir eitt ár! Allt hefur unnist á heimavelli frá því að Hamarsmenn lögðu Keflvíkinga að velli í bikarkeppninni sunnudaginn 4. febrúar 2001. Sigurleikirnir hafa verið 3 í úrslitakeppni, 13 á Íslandsmóti, 2 á Reykjanesmóti, 1 í bikarkeppni og 2 í Kjörísbikar. Alls er þetta 21 sigurleikur á heimavelli í röð.
Þessi sería mun auðvitað enda einhvern tíma, en við njótum á meðan er, segja Keflvíkingar að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024