Tap og sigur í Landsbankadeildinni
Keflavík bar sigurorð af KR á heimavelli sínum í kvöld. Lokastaðan var 2-1 og skoraði Guðmundur Steinarsson bæði mörk Keflavíkur, en Bjarnólfur Lárusson skoraði mark KR.
Grindvíkingar eru hins vegar enn án stiga eftir 3-2 tap á Skaganum. Magnús Þorsteinsson kom Grindavík yfir 0-1 en ÍA svaraði með 2 mörkum og breytti stöðunni í 2-1. Mounir Ahandour jafnaði fyrir Grindavík en heimamenn settu síðasta markið á síðustu mínútu leiksins.