Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap í Vesturbænum eftir háspennu
Þriðjudagur 25. febrúar 2014 kl. 09:16

Tap í Vesturbænum eftir háspennu

- Keflvíkingar töpuðu toppslagnum

Svipmyndir úr leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikur KR og Keflavíkur olli engum körfuboltaaðdáendum vonbrigðum. Leikurinn var æsispennandi en að lokum fór það svo að KR-ingar fögnuðu sigri og sitja þeir einir á toppi Domino's deildar karla með tveggja stiga forystu á Keflvíkinga.

KR-ingar mættu grimmir til leiks og hreinlega fóru á kostum í fyrsta leikhluta, staðan 29-13 að honum loknum. KR voru með yfirhöndina framan af leik og leiddu 48-39 í hálfleik. Keflvíkingar voru að hitta illa fyrir utan og voru þeir ekki dottnir í gang að því er virðist.

Það var svo undir lok leiks sem Keflvíkingar bitu hressilega frá sér en munurinn var sjö stig þegar þriðja leikhluta lauk. Ótrúleg þriggja stiga karfa frá Magnúsi Gunnarssyni þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af leiknum kom Keflavík upp í 81-78 og Craion fylgir eftir með mikilvægri körfu í teignum. Staðan allt í einu orðin 81-80 og sóknarleikur KR í molum.

Þá hófst ótrúlegur kafli þar sem Helgi skorar þrist fyrir KR og Guðmundur Jónsson svarar með þrist að bragði. KR tekur leikhlé í stöðunni 84-83 þegar 2:40eru  eftir af leiknum. Craion kemur Keflavík yfir 84-85. Pavel setur þriggja stiga skot og í kjölfarið er brotið á Craion og hann setur annað af vítum sínum niður. Víti sem hefðu getað komið Keflvíkingum í mjög ákjósanlega stöðu. Staðan 87-87 og KR-ingar taka leikhlé.

Darri Hilmarsson gleymdist mjög oft inni í teig Keflvíkinga en hann brenndi af galopnu skoti þegar um 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Keflvíkingar bruna upp og Craion kemur skoti af sem geigar en nær sóknarfrákastinu og Brynjar brýtur á honum. Craion setur bæði vítin og kemur Keflvíkingum tveimur stigum yfir í 87-89.  KR tekur leikhlé.

KR-ingar hefja langa sókn eftir leikhléið sem endar með erfiðu skoti frá Brynjari sem geigar. Pavel sogar niður 15. frákastið sitt og kemur boltanum út og þar gengur hann hálfhringinn þar til hann endar aftur á Brynjari sem setur þrist í þetta sinnið úr mun betra færi. Rándýr þristur sem kemur KR-ingum einu stigi yfir og nokkrar sekúndur eftir. Keflvíkingar reyna örvæntingarfulla sókn þar sem öll leikhlé þeirra eru búin, ná af þriggja stiga skoti sem geigar og ná að fylgja því eftir en hvorugt ætlar niður en þar með gellur flautan og leikurinn úti. Erfiður en vel verðskuldaður sigur KR-inga staðreynd.

Umfjöllun Karfan.is

Keflavík: Michael Craion 37/10 fráköst/6 stolnir/5 varin skot, Darrel Keith Lewis 25/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11/4 fráköst, Valur Orri Valsson 4/6 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Gunnar Ólafsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0, Arnar Freyr Jónsson 0/8 stoðsendingar, Andri Daníelsson 0.