Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap í Garðabæ
Fimmtudagur 1. september 2005 kl. 11:01

Tap í Garðabæ

Keflavíkurstúlkur máttu játa sig sigraðar í gær þegar þær mættu Stjörnunni á heimavelli þeirra síðarnefndu í Landsbankadeild kvenna. Lokatölur voru 2-1, en í hálfleik var staðan 0-0.

Nína Ósk Kristinsdóttir kom Keflvíkingum yfir á 62. mínútu, en hún fékk stungusendingu inn fyrir vörnina og skoraði með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínunni.

Það dugði þó ekki til því Lilja Kjalarsdóttir jafnaði leikinn á 79. mínútu og 4 mínútum fyrir leikslok skoraði Anna Margrét Gunnarsdóttir sigurmarkið.

Keflavík er sem fyrr í 5. sæti deildarinnar og tekur á móti ÍA í síðasta leik sumarsins á sunnudaginn.

Mynd úr fyrri leik liðanna í sumar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024