Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Tap í fyrsta leik hjá Njarðvík
Mynd/Gunnar Stígur Reynisson.
Sunnudagur 11. maí 2014 kl. 14:44

Tap í fyrsta leik hjá Njarðvík

Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik gegn Sindra í 2. deildinni í knattspyrnu 2-1 á útivelli. Sindramenn náðu forystu í leiknum á 13. mínútu og leiddu 1-0 í hálfleik. Það var svo fyrrum Njarðvíkingurinn Sævar Gunnarsson sem skoraði og kom Sindra í 2-0 í seinni hálfleik. Glæsilegt mark hjá Sævari af 35 metra færi. Njarðvíkingar sóttu af krafti en tókst ekki að skora fyrr en í blálokin, en þar var á ferðinni Leonard Sigurðsson með glæsilegt mark. Því var niðurstaðan tap í fyrsta leik lærisveina Guðmundar Steinarssonar í 2. deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024