Tap í fyrsta leik hjá Njarðvík
Njarðvík tapaði gegn Haukum, 3-2, í fyrsta leik liðsins í 1. deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram að Ásvöllum. Haukar komust yfir snemma leiks en um miðjan fyrri hálfleik náðu gestirnir að jafna með marki frá Snorra Má Jónssyni. Njarðvík náði svo að komast yfir rétt fyrir leikhlé með marki frá Högna Þórðarsyni og þannig stóðu leikar í hléi. Haukar komu sterkir inn eftir hlé og settu tvö mörk og sigruðu 3-2 en Njarðvíkingar fengu nokkur góð færi í seinni hálfleik sem þeir klúðruðu úr.