Tap í fyrsta leik hjá Loga
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var í byrjunarliði Solna Vikings sem mátti sætta sig við tap gegn Södertalje Kings 86-82 í fyrsta leik úrslitakeppninnar í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Logi skoraði 11 stig en stigahæsti maður Solna með 21 stig. Næsti leikur hjá Loga og félögum er á föstudaginn.