Fimmtudagur 28. júlí 2016 kl. 11:10
Tap í Breiðholti - Njarðvíkingar við botninn
Njarðvíkingar eru í níunda sæti í 2. deild karla í fótbolta eftir 1-0 tap gegn ÍR á útivelli í gær. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og kom sigurmarkið hjá ÍR-ingum ekki fyrr en í uppbótartíma. Njarðvíkingar eru aðeins fjórum stigum frá fallsæti eins og staðan er núna.